Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna kosningar um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps stendur yfir hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum erlendis.
Íbúar sveitarfélaganna, sem eiga kosningarétt í kosningunum samkvæmt II. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna og eiga þess ekki kost að mæta á kjörstað, geta því greitt atkvæði sitt hjá sýslumönnum og í sendiráðum á opnunartíma fram að kjördegi þann 19. febrúar nk.
Afgreiðslutími Sýsluskrifstofunnar á Sauðárkróki er alla virka daga frá kl. 09:00 – 15:00.