Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var sjötti dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum.

Sjötti dagur í útgöngubanni var í rólegri kantinum hjá okkur Gunnari Smára. Hann var frekar værukær enda enn að jafna sig eftir ferðina til byggða, það er svona eins og hann hafi vaknað upp við vondan draum eftir þá ferð.

Þetta ástand er svo sem eins og vökudraumur og mjög óraunverulegt allt saman. Öll mín heimsmynd hefur skekkst verulega og framtíðin frekar “blörruð” í mínum huga.

Við gerðum þó ýmislegt og klipptum hvort annað, enda ein af birtingarmyndum ástandsins er að hér má enginn fara í klippingu.

Nú er bara að halda haus, lifa lífinu hér í fallega gljúfrinu okkar og njóta þess sem í boði er.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR