Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir sem verið hefur prestur Ólafsfirðinga síðastliðin tvö ár er á förum.

Hún er að hefja störf í Vídalínskirkju og setti eftiranandi tilkynningu inn á facebook síðu Ólafsfjarðarkirkju.

“Kæru Ólafsfirðingar takk fyrir samveruna síðastliðin tvö ár. Ég skil sátt við Ólafsfjörð. Enda hafið þið borið mig á örmum ykkar. Nú hef ég hafið störf í Vídalínskirkju þar sem ég hlakka til komandi samstarfs við starfsfólk og söfnuðinn”.