Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar ætlar að endurtaka leikinn frá því í fyrra og leitar að stórum greni- eða furutrjám sem myndu sóma sér vel sem jólatré í byggðalaginu.

Ef einhvern vantar að losna við tré úr garðinum sínum getur hann haft samband við starfsmenn deildarinnar í síma 853-0220 eða á helgairis@dalvikurbyggd.is

Mynd/Dalvíkurbyggð