Bólusett verður gegn covid 3. eða 4. sprauta (örvunarbólusetningar) á morgun miðvikudaginn, 9. nóvember og svo 23. nóvember.
Í desember verður bólusett miðvikudaginn 14. desember en síðan ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Fyrstu bólusetningu gegn covid þarf að panta sérstaklega þar sem notað er annað bóluefni en við örvunarbólusetningarnar.

Bólusetning gegn influensu fyrir áhættuhópa verður í boði sömu daga.

Gefa má influensu-bólusetningu samtímis covid-bólusetningu annars þurfa að líða a.m.k. tvær vikur á milli.

Athugið að börn á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs teljast nú með í forgangshópnum (sjá neðar).

Athugið að þeir sem eru ekki í áhættuhópi þurfa að bíða eftir Inflúensu-bólusetningunni þar til ljóst er hvort til er nægt bóluefni.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensu-bólusetningar:

Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Barnshafandi konur. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Með hliðsjón af reynslu á suðurhveli á nýafstöðnu inflúensutímabili þar hefur sóttvarnalæknir ákveðið að útvíkka forgangshópa sem fá inflúensubóluefni sér að kostnaðarlausu á yfirstandandi inflúensutímabili til barna á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs.

Bólusetningar gegn mænusótt og barnaveiki fyrir þá sem hyggja á ferðalög erlendis og yfir 10 ár eru frá síðustu bólusetningu, verða í boði áðurnefnda daga en panta þarf þær sérstaklega.

Tímapantanir í síma:

432-4300 (Siglufjörður)

432-4350 (Ólafsfjörður)