Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13.00 – 15.00

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum. Búast má við góðum gestum, tónlist og léttu hjali eins og vera ber.

Í þættinum verður gefin glæsileg gjöf frá Kaffi Klöru sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma.

Kaffi Klara er fjölskyldurekið kaffihús í notalegu umhverfi og heimilislegu andrúmslofti. Þar er boðið upp á ýmsar veitingar svo sem smurt brauð, heimagerðar tertur, kökur, tapas, pizzur og er allur matur eldaður frá grunni. 

Sjá facebook-síðu Kaffi Klöru: Hér

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is


Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

 

Tröllahjónin