Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.
Í gær var áttundi dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum.
Þá er önnur vikan að ganga í garð frá því ég sá aðra manneskju en Gunnar Smára. Það var verið að gefa það út í gær að útgöngubannið hefur verið framlengt til 14. apríl svo ljóst að ég hitti ekki aðra en hann nema rafrænt fram að þeim tíma.
Dagurinn gekk bara vel fyrir sig, Gunnar vann við smíði og miðar vel áfram undir árvökulum augum kattanna, herra Tomma og Jenna litla.
Ég tók aðeins til hendinni inni í dyngjunni, eins og við köllum svefnhellin. Við sýnum þangað inn og spjöllum um daginn og veginn.
Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR