Á fundi sínum þann 4. desember samþykkti stjórn SSNV tillögu matsnefndar smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 þar sem gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum.
Tilgangur smávirkjanasjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits frá árinu 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó var heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Að þessu sinni var auglýst eftir umsóknum í Skref 1: Frummat smávirkjana.
Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sett í reglum sjóðsins. Ákveðið var að styrkja eftirfarandi 10 verkefni:
Í Skagafirði:
Korná/ Gljúfurá.
Sellækur.
Háleggsstaðaá.
Í A-Hún:
Kornsá.
Giljá.
Stekkjarlækur.
Grjótá.
Brunná.
Í V-Hún:
Miðlunarlón á Þorgrímsstöðum.
Illagilslækur.
Mótframlag umsækjenda er kr. 100.000. Smávirkjanasjóður SSNV mun greiða allan annan kostnað af frumúttektinni.
Á árinu 2019 er fyrirhugað að veita styrki úr sjóðnum til næsta skrefs, mats á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaðar. Gert er ráð fyrir að úthlutun þess hluta verkefnisins verði auglýst um mitt ár 2019.