Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag, jafnt barnastarf sem gospelmessa.
Útidyr Siglufjarðarkirkju gáfu sig í nótt eða morgun, í hvassviðrinu sem verið hefur, og nyrðri hurðarvængurinn er mjög skemmdur, læsingin m.a. ónýt.
Viðgerð dregst eitthvað fram í næstu viku, kannski lengur, því panta þurfti eitt og annað til verksins.
Búið er að negla fyrir aðalinnganginn.



Myndir og heimild /Sigurður Ægisson