Á síðustu dögum hafa litið dagsins ljós tvö útilistaverk á Hvammstanga. Þau eru bæði eftir listamanninn Juan Arctic, þann sama og myndskreytti hafnarvogarhúsið sumarið 2024.
Fyrra verkið er selur á stóra vegginn við Brúarhvamm sem hefur fengið mikla athygli. Hann er unnin með hefðbundinni málningu og úðabrúsum og ótrúlegt hversu raunverulegur hann er. Seinna verkið er Veðurglugginn sem staðsettur er í fjörunni neðan við Selasetrið.
Verkefnið var styrkt af Styrktarsjóði Brunabótafélags Íslands, eins og myndskreytingin á hafnarvogarhúsinu.

Myndir/Húnaþing vestra



