Búast má við aukinni umferð viðbragðsaðila fimmtudaginn 7 mars, á Akureyri vegna samþjálfunar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Menntaseturs Ríkislögreglustjóra. Einnig munu fulltrúar landhelgisgæslunnar og slökkviliðs Akureyrar koma að æfingunni.
Engin hætta er á ferð en þetta er hluti af æfingaáætlun sem er ár hvert hjá lögreglu og unnin í tengslum við ákveðna viðbragðsaðila.
Vonast viðbragðsaðilar til að þessi æfing valdi sem minnstri truflun en það má búast við umferð stórra og lítilla tækja frá þessum viðbragðseiningum í dag.
Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra