Það var sumarið 2010 þegar undirbúningur Síldarævintýrisins á Siglufirði var á lokastigi, að hugmynd kom upp um að reka litla útvarpsstöð á meðan hátíðin stæði yfir. Gunnar Smári Helgason, sá sem stóð að hugmyndinni hafði lengi haft mikinn áhuga á útvarpssendingum og unnið ýmis verkefni tengd þeim, meðal annars sem tæknistjóri Bylgjunnar og síðar hljóðmeistari Íslenska útvarpsfélagsins.
Leitað var til viðeigandi aðila og stofnana, þar á meðal STEFs, til að fá nauðsynleg leyfi. Tæki voru fengin að láni, og stúdíó sett upp í húsnæði Leikfélags Siglufjarðar nálægt torginu þar sem hátíðahöldin fóru fram. Útvarpsstöðin mæltist vel fyrir og var ákveðið að endurtaka leikinn árið eftir.
Eftir þrjú sumur með útvarpsrekstri í tengslum við Síldarævintýrið, á mismunandi stöðum í bænum, var ljóst að áhuginn var orðinn slíkur að ekki stóð til að láta staðar numið. Árið 2012 voru fengin langtímaleyfi til að reka útvarpsstöðina allt árið. Þórarinn Hannesson lagði lið með því að bjóða húsnæði á efri hæð Ljóðaseturs Íslands undir stúdíóið, og starfsemin fékk þar varanlega aðstöðu til næstu ára.
Þegar hér var komið sögu var útvarpssendir kominn í stromp Ketilstöðvarinnar á Siglufirði, sem áður tilheyrði Síldarvinnslu Ríkisins. Stöðin var síðan útvíkkuð og sendar settir upp í Ólafsfirði og Hrísey. Árið 2016 var einnig settur upp sendir og stúdíó á Hvammstanga og voru þar beinar útsendingar um nokkurt skeið.
Haustið 2016 voru gerðar endurbætur á búnaði og loftnetum í Hrísey til að tryggja betri dreifingu inn Eyjafjörð og meðfram Ólafsfjarðarmúla. Stöðin er einnig aðgengileg á netinu á slóðinni trolli.is, í appi sem nefnist Spilarinn spilarinn.is, radio.garden, tunein.com og víðar.
Árið 2018 ákváðu hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Magnea Sigurjónsdóttir að opna fréttavefinn trolli.is, sem rekin er í nánum tengslum við útvarpsstöðina.
Margir þáttastjórnendur hafa tekið þátt í dagskrárgerð á FM Trölla frá upphafi, og hefur fjöldi þátta verið á dagskrá frá stofnun og til dagsins í dag.
Þættir hafa verið sendir út frá ýmsum stöðum.
Helstu staðir sem sent hefur verið frá eru:
Siglufjörður,
Noregur,
Gran Canaria,
England,
Skotland,
Pólland,
Keflavík,
Grindavík,
Ólafsfjörður,
Dalvík,
Akureyri,
Hvammstangi,
Sauðárkrókur,
Hofsós,
Meðal þeirra sem stjórnað hafa útvarpþáttum ýmist ein sér eða fleiri saman á FM Trölla í gegnum tíðina eru:
Andri Hrannar Einarsson,
Oskar Brown,
Brian Callaghan,
Páll Sigurður Björnsson,
Helga Hinriksdóttir,
Guðmundur Helgason,
Jón Þór Helgason,
Vilmundur Ægir Eðvarðsson,
Sigmundur Sigmundsson,
Eysteinn Ívar,
Sigurlaug Vordís,
Lydia Christina Athanasopoulou,
Valur Smári Þórðarson,
Trausti Snær Friðriksson,
Ægir Bergs,
Halldór Þormar,
Hólmfríður (Hófí) Rafnsdóttir,
Eva Karlotta Einarsdóttir,
Ragna Dís Einarsdóttir,
Rakel Inga Guðmundsdóttir,
Þorstein (Steini Píta) Sveinsson,
Þórarinn Hannesson,
Gulli Stebbi,
Hrólfur Baldursson,
Daníel (Danni) Pétur Daníelsson,
Arnar Freyr Logason,
Árni Heiðar,
Magga Kristins,
Ella Maja,
Birgitta Þorsteins,
Sverrir Júlíusson,
Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir,
Herdís Harðardóttir,
Sigurvald Ívar Helgason,
Birta Þórhallsdóttir,
Dagrún Birta Gunnarsdóttir,
Tryggvi Þorvaldsson,
Júlíus Þorvaldsson,
Kristín Magnea Sigurjónsdóttir,
Gunnar Smári Helgason