Mikið hefur hlánað í Fjallabyggð síðan í gær og eru miklar snjóhengjur og grýlukerti farin að falla fram af húsþökum með tilheyrandi slysahættu segir á facebook síðu Slökkviliðs Fjallabyggðar.
Eigendur fasteigna eru beðnir um að huga að þessu og tryggja leið gangandi og akandi vegfarenda undir húsum sínum og koma í veg fyrir tjón.
Jafnframt eru húseigendur beðnir um að huga að niðurföllum í þeim leysingum sem eiga sér stað og tryggja leið rennandi vatns til að koma í veg fyrir vatnstjón