Jólabærinn Ólafsfjörður var mikið skreyttur um jólin og mikill metnaður meðal bæjarbúa að gera bæinn sem fallegastan.

Einnig var mjög mikið skreytt á Siglufirði og virkilega fallegt um að lítast þar um í nýföllnum snjónum.

Íbúar Fjallabyggðar, sveitarfélagið, fyrirtæki og félagasamtök eiga svo sannarlega heiður skilinn fyrir framlag sitt og mikinn metnað í ljósaskreytingum og veita hátíðlega birtu yfir bæina Ólafsfjörð og Siglufjörð í svartasta vetrarskammdeginu.