Matvælastofnun varar við neyslu á SFC Take Home Boneless Bucket 650g og SFC Southern Fried Chicken Strips 400g kjúklingabitum vegna salmonellumengunar.

Aðföng, sem flytur inn kjúklingabitana, innkallar vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Hvað varðar SFC Take Home Boneless Bucket 650g kjúklingabita er um að ræða útvíkkun á fyrri innköllun.