Í dag miðvikudaginn 15. september 2021 gengst Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, 2. hæð kl. 16:30.

Á fundinum verða kynnt drög að hönnun miðbæjar Siglufjarðar byggð á deiliskipulagi sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 13. september 2017.

Íbúum gefst kostur á að koma að athugasemdum og ábendingum á fundinum.

Fulltrúi hönnuðar verður á fundinum. Fundarstjóri er Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.