Nokkuð hefur verið um það undanfarið að óprúttnir aðilar noti nafn Póstsins til þess að reyna að klekkja á fólki og komast yfir kortaupplýsingar.

Því miður verða loddararnir sífellt færari í blekkingunum og í nýjustu árásunum láta þeir sem tölvupósturinn sé sendur frá þjónustunetfangi Póstsins þótt svo sé ekki í raun.

Pósturinn vill eindregið vara fólk við slíkum póstum og ítreka að allar greiðslur til Póstsins eru rukkaðar og afgreiddar í gegnum Minn Póst. 

Í svindlpóstunum er alltaf hlekkur sem vísar á það sem lítur út fyrir að vera örugg greiðslusíða færsluhirðis, en er það ekki í raun. Síðuna nota óþokkarnir til að komast yfir kortaupplýsingar fólks og taka veglegar upphæðir af greiðslukortum þess. 

Ef þú gaumgæfir vefslóð falssíðunnar sést vel að þar er ekki um að ræða örugga greiðslusíðu.

Einnig getur þú athugað hvort uppgefið sendingarnúmer sé raunverulegt. Þú sérð feril raunverulegra sendinga með því að smella hér
 

Öruggar leiðir til að greiða Póstinum og fylgjast með stöðu sendinga:
Það sem þú átt að gera ef þú hefur verið blekkt/ur:
  • Hafðu strax samband við bankann
  • Tilkynntu málið til lögreglu

Hér má lesa meira um hvernig varast má netsvindl.

Skoða á vefsíðu Póstins