Kalt hefur verið í veðri og mikil úrkoma á Tröllaskaga um helgina. Gránað hefur í fjöllum og töluverðir vatnavextir fylgt í kjölfarið á úrhellinu.
Dælur holræsabrunna á Siglufirði höfðu ekki undan á háflóði og Slökkviliðið og dældi úr brunnunum.
Tjaldsvæðið á Ólafsfirði er nánast á floti og mjög miklir vatnavextir í Héðinsfjarðará. Ekki hafa borist neinar fregnir af skriðuföllum eins og varað var við.
Meðfylgjandi myndir tóku þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Ingvar Erlingsson.
Veðurspáin fyrir næstu daga frá Veðurstofu Íslands er að rigning verði um norðanvert landið, talsverð eða mikil á köflum, en slydda eða snjókoma til fjalla.
Norðvestan 10-18 m/s í dag hvassast vestast á landinu, en lægir heldur og styttir upp á Norður- og Austurlandi síðdegis. Hiti 3 til 8 stig, en lengst af bjartviðri syðra og hiti 10 til 15 stig.