Kalt hefur verið í veðri og mikil úrkoma á Tröllaskaga um helgina. Gránað hefur í fjöllum og töluverðir vatnavextir fylgt í kjölfarið á úrhellinu.

Dælur holræsabrunna á Siglufirði höfðu ekki undan á háflóði og Slökkviliðið og dældi úr brunnunum.

Tjaldsvæðið á Ólafsfirði er nánast á floti og mjög miklir vatnavextir í Héðinsfjarðará. Ekki hafa borist neinar fregnir af skriðuföllum eins og varað var við.

Meðfylgjandi myndir tóku þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Ingvar Erlingsson.

Vatnavextir. Mynd/Ingvar Erlingsson

 

Tjaldsvæði Ólafsfjarðar á floti. Mynd/Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Veðurspáin fyrir næstu daga frá Veðurstofu Íslands er að rigning verði um norðanvert landið, talsverð eða mikil á köflum, en slydda eða snjókoma til fjalla.

Norðvestan 10-18 m/s í dag hvassast vestast á landinu, en lægir heldur og styttir upp á Norður- og Austurlandi síðdegis. Hiti 3 til 8 stig, en lengst af bjartviðri syðra og hiti 10 til 15 stig.

Grátt í fjöllum á Tröllaskaga. Mynd/Ingvar Erlingsson

 

Golfvöllurinn á Siglufirði. Mynd/Ingvar Erlingsson

 

Kuldalegt ágústveður. Mynd/Ingvar Erlingsson

 

Vatnavextir í Héðinsfirði. Mynd/Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Hólsdalur. Mynd/Ingvar Erlingsson