Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sendi frá sér yfirlit vegna veðurfars í mars. Það má lesa hér að neðan.
Þau eru gagnleg þessi kort sem berast eftir hver mánaðarmótt frá Kópeníkusarstofnunni um hita nýliðins mánaðar.
Mars var enn einn mánuðinn sem telst vera sá hlýjasti á hnattræna vísu.
Frávikin eru samt ekki eins afgerandi á þessu korti og voru fyrr í vetur.
Þá sker í augu hve vetrakuldar voru vægir í norðausturhluta Kanada og yfir V-Grænlandi.
Annars vekur tvennt sérstaka athygli mína:
1. Kalda frávikið norðan Íslands og við Svalbarða.
2. Hins vegar dúkkar upp gömall kunningi, þ.e. “Blái bletturinn” í hafinu hér suðvesturundan.