Fasteignamiðlun kynnir eignina Aðalgata 26, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-3866 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Aðalgata 26 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-3866, birt stærð 203.6 fm. Sjá myndir og verð: HÉR

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 690 7282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing: 
Um er að ræða einbýlishús á pöllum með stórum garði og innangengum bílskúr. Gengið er inn í flísalagt anddyri með góðu skápaplássi. Fljótandi parket liggur í holi upp á aðra hæð. Flísar eru á stofu/borðstofu með hita í gólfi. Eldhús er bjart með útsýni út í garð. Korkur á gólfi og með góðu skápa- og borðplássi. Innréttingar eru ljósar með beyki borðplötu. 
Á efri hæð er svefnálma með þremur svefnherbergjum. og baðherbergi. Herbergin eru misstór og parketlögð með plastparketi. Hjónaherbergi er með stórum fataskáp og aðgengi á svalir. Gangur er Parketlagður. Baðherbergi er upprunalegt með dúk á gólfi og flísum veggjum. Baðkar, vaskur, gólftengt klósett og innréttingar. Gengið er niður flísalagðan stiga niður á neðstu hæð. Á neðri hæð er sérinngangur, svefnherbergi og innangegnt í bílskúr. Korkflísar eru á gólfi á gangi og herbergi með hita í gólfi. Bílskúr er flísalagður með gólfhita. Inn af bílskúr er stór geymsla með steyptu gólfi. Ekki er full lofthæð í geymslu.Komin er tími á viðhald á eigninni. Þak er orðið lélegt og hefur lekið að hluta. Búið er að opna hluta af vegg og þakskipti á áætlun. Búið er að skipta um gler í hluta af gluggum. Svalir hafa verið teknaar í gegn en brenndur var dúkur á þær en ekki hefur verið gengið frá handdriði aftur. 

Eldhús: korkur á gólfi. Ljósar innréttingar með beyki borðplötu. 
Svefnherbergi: Svefnherbergi eru 3 á efri hæð og eitt á neðri hæð. Hjónaherbergi er með aðgengi út á svalir og góðu skápaplássi. Plastparket er á gólfi herbergja á efri hæð en plast flísar á neðri hæð. 
Stofa: Björt með góðu gluggarými þar sem stofa og borðstofa liggja saman.Flísar á gólfi með heimatilbúnum gólfhita. 
Anddyri: Tvö anddyri er í eigninni eitt á miðhæð og eitt á neðri hæð. Á efri hæð eru flísar á gólfi og góður skápur. Á neðri hæð eru plast flísar. 
Bílskúr: Innangengt er í bílskúr. Flísalagður með gólfhita og rafdrifinni bílskúrshurð. 
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og veggjum. Baðkar, gólftengt klósett, vaskur og innrétting. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali