Kajakræðarinn og transkonan Veiga Grétarsdóttir sem tók land á Siglufirði þann 5. ágúst á leið sinni umhverfis landið er komin á leiðarenda.

Lauk hún ferðinni á laugardaginn þegar hún reri inn Skutuls­fjörð. Eins og þegar Veiga réri inn Siglufjörð fylgdi henni hópur kaj­akræðara síðasta spölinn.

Veiga Grétarsdóttir lagði af stað frá Ísaf­irði 14. maí síðastliðinn og fór rangsælis um landið, á móti straumnum og er þetta í fyrsta sinn sem einhver ræðst í slíkt þrekvirki.

Hef­ur hún því róið 2099 kíló­metra á um 340 klukku­stund­um á þess­um rúmu þrem­ur mánuðum.

Fjöldi manns tók fagnandi á móti Veigu þegar hún kom til heimabæjarins eftir þetta mikla afrek.

Í för með Veigu var Skagfirðingurinn Óskar Páll Sveinsson sem er að vinna að heimildarmynd um ferðalag Veigu.

Veiga réri til að safna áheitum fyrir Píeta samtökin, sem sinna þjónustu við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendur.

Frekari upplýsingar um Veigu og verkefnið hennar má finna á eftirfarandi vefslóðum: https://www.veiga.is og https://pieta.is/a-moti-straumnum/

Sjá frétt Trölla.is af komu Veigu til Síglufjarðar: Hér

Meðfylgjandi myndir frá heimkomu Veigu tók Áslaug Jensdóttir.

Mynd/Áslaug Jensdóttir

 

Mynd/Áslaug Jensdóttir

 

Mynd/Áslaug Jensdóttir

 

Mynd/Áslaug Jensdóttir

 

Mynd/Áslaug Jensdóttir

 

Mynd/Áslaug Jensdóttir

Mynd/Áslaug Jensdóttir

Forsíðumynd: Trölli.is