Um 150 manns mættu á bingó Kaffi Klöru sem haldið var í MTR í gær. Fjölmargir gáfu veglega vinninga, aðrir vinnuframlag og MTR lagði til húsnæði.
Allur ágóði af sölu bingóspjalda rennur í styrktarsjóð Ingólfs Frímannssonar og fjölskyldu. Ingólfur veiktist alvarlega á Tenerife og liggur þar á gjörgæslu, hann á fyrir höndum langa sjúkrahúslegu og dvelur fjölskyldan hjá honum ytra.

.
Sjá fyrri frétt: Ólafsfirðingar snúa bökum saman
Myndir: Kaffi Klara