Sunnudaginn 30. júní var KLM mótið haldið á Sigló Golf og mættu þangað 21 keppandi til leiks.
Veðrið var alls ekkert sérstakt, norðan gola og nokkrir rigninga skúrir á köflum. Keppt var í karla og kvennaflokki í punktakeppni.
Aðstandendur keppninnar þakka Kristjáni L. Möller og Oddnýju Hervöru Jóhannsdóttur hjá KLM kæralega fyrir verðlaunagripina og veitingarnar að móti loknu.
Kvennaflokkur:
1. Hulda Guðveig Magnúsdóttir = 31 punktur
2. Oddný Hervör Jóhannsdóttir = 29 punktar
3. Bryndís Þorsteinsdóttir = 28 punktar
Karlaflokkur:
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson = 35 punktar
2. Þorsteinn Jóhannsson = 35 punktar
3. Óðinn Freyr Rögnvaldsson = 32 punktar
Nándarverðlaun á par 3 brautum:
6 hola: Sævar Örn Kárason
7 hola: Benedikt Þorsteinsson
9 hola: Sindri Ólafsson
Nánari úrslit á golf.is
Myndir: Kristján L. Möller

Sigurvegarar í kvennaflokki þær Bryndís Þorsteinsdóttir, Hulda Guðveig Magnúsdóttir og Oddný Hervör Jóhannsdóttir

Sigurvegarar í karlaflokki þeir Óðinn Freyr Rögnvaldsson, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Þorsteinn Jóhannsson

Þeir sem hlutu Nándarverðlaun á par 3 brautum, Benedikt Þorsteinsson, Sævar Örn Kárason og Sindri Ólafsson