Sunnudaginn 30. júní var KLM mótið haldið á Sigló Golf og mættu þangað 21 keppandi til leiks.

Veðrið var alls ekkert sérstakt, norðan gola og nokkrir rigninga skúrir á köflum. Keppt var í karla og kvennaflokki í punktakeppni.

Aðstandendur keppninnar þakka Kristjáni L. Möller og Oddnýju Hervöru Jóhannsdóttur hjá KLM kæralega fyrir verðlaunagripina og veitingarnar að móti loknu.

Kvennaflokkur:
1. Hulda Guðveig Magnúsdóttir = 31 punktur
2. Oddný Hervör Jóhannsdóttir = 29 punktar
3. Bryndís Þorsteinsdóttir = 28 punktar

Karlaflokkur:
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson = 35 punktar
2. Þorsteinn Jóhannsson = 35 punktar
3. Óðinn Freyr Rögnvaldsson = 32 punktar

Nándarverðlaun á par 3 brautum:
6 hola: Sævar Örn Kárason
7 hola: Benedikt Þorsteinsson
9 hola: Sindri Ólafsson

Nánari úrslit á golf.is

Myndir: Kristján L. Möller

Sigurvegarar í kvennaflokki þær Bryndís Þorsteinsdóttir, Hulda Guðveig Magnúsdóttir og Oddný Hervör Jóhannsdóttir

 

Sigurvegarar í karlaflokki þeir Óðinn Freyr Rögnvaldsson, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Þorsteinn Jóhannsson

 

Þeir sem hlutu Nándarverðlaun á par 3 brautum, Benedikt Þorsteinsson, Sævar Örn Kárason og Sindri Ólafsson