Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti nýlega kröfu Matvælastofnunar að matvælafyrirtæki bæri að viðhafa daglegt eftirlit með þeim meindýravörnum sem fyrirtækið kaus að nota á starfsstöð sinni (svokallað „músahótel“ án tilkynningarbúnaðar).

Daglegt eftirlit fyrirbyggir óþarfa þjáningu dýra og uppsprettu sýkla sem ógnað geta matvælaöryggi. Í boði eru annars konar meindýragildrur en kærandi hefur notað og hafði Matvælastofnun leiðbeint fyrirtækinu um það.

Þær eru með búnaði sem tilkynnir ef meindýr er komið í gildrurnar og er þá daglegt eftirlit óþarft. 

Álit ráðuneytisins var að Matvælastofnun hefði gætt meðalhófs í kröfum sínum og ekki gengið harðar fram en þyrfti.

Úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

Mynd/pixabay