Sigló – Benectamót Blakfélags Fjallabyggðar fór fram um helgina í Fjallabyggð.

Til leiks mættu 48 lið, þ.e. 12 karlalið og 36 kvennalið. Alls voru spilaðir 120 leikir í 8 deildum.

Á facebooksíðu Blakfélags Fjallabyggðar segir.

“Mótið tókst vel og vonum við að allir hafi haft gaman og skemmt sér vel við að spila blak og eigi góða heimferð.

Hægt er að sjá öll úrslit og lokastöðuna í öllum deildum: Hér

Á laugardagskvöldinu fór fram verðlaunaafhending í Bátahúsinu og fengu öll lið sem enduðu í þremur efstu sætunum vegleg verðlaun frá Benecta og ChitoCare.

Genís ehf á Siglufirði framleiðir Benecta vörurnar er einn af aðalstyrkaraðilum mótsins. https://www.benecta.is/

Einnig voru snyrtivörur frá ChitoCare sem koma frá fyrirtækinu Primex ehf á Siglufirði.

Færum við þeim kærar þakkir fyrir.

Að lokinni verðlaunaafhendingu fór fram lokahóf á Rauðku sem var algjör negla og mikið fjör fram eftir nóttu þar sem Landabandið spilaði fyrir dansi.

BF vill þakka öllum liðunum fyrir komuna og öllum þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við mótið.

Með vorinu munu við auglýsa hvenær mótið fer fram á næsta ári”.

Sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni: HÉR

Mynd/BF