Síldarævintýrið hófst á fimmtudaginn með miklum myndarbrag og hefur mikill fjöldi gesta lagt leið sína í bæinn til að njóta hátíðarinnar með heimafólki í haglætisveðri.
Meðfylgjandi eru myndir frá lokadegi Síldarævintýris, sunnudeginum 3. ágúst.
Þar má sjá myndir frá froðufjöri sem Slökkvilið Fjallabyggðar bauð uppá.
Eins og sést á myndunum ríkti mikil gleði og ánægja með það.
Þeir aðilar sem Trölli.is hefur náð tali af eru afar ánægðir með alla framkvæmd og dagskrá Síldarævintýris og hlakka til að koma til Siglufjarðar að ári.







Fjölmenni og blíða á Síldarævintýri – Myndir
Fjölmenni og blíða á Síldarævintýri – Myndir
Frábær laugardagur á Síldarævintýri – Myndir
Myndir/Myndir/Haffý Magnúsdóttir og Síldarævintýrið