Fyrsta föstudag í september var útivistardagur í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Veður var gott og allir sáttir og glaðir með daginn. Útivistardagurinn var skipulagður með eftirfarandi hætti:
1. bekkur fór að Bakkatjörn
· 2. bekkur fór á útivistarsvæðið á Tanganum
· 3. bekkur gekk upp á Rípla
· 4. bekkur fór í skógræktina
· 5. bekkur inn í Skútudal
· 6. bekkur fór í Burstabrekkudal
· 7. bekkur gekk út í Fossdal
· 8.-10. bekkur hafði um tvær leiðir að velja, Dalaleið eða meðfram Héðinsfjarðarvatni.
Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar