Í Gestaherberginu í dag verður sveitaballaþema.
Sveitaballamenningin var og er skemmtileg menning sem er því miður í útrýmingarhættu.
En hvað er þitt uppahalds “sveitaballalag” og hvers vegna.
Ef þú nefnir lagið þá gætirðu fengið að heyra það í þættinum. Þú getur líka hringt í síma 5800 580 og sagt okkur frá því af hverju þú heldur upp á það lag. Allt til gamans gert .

Svo verður súkkulaðileikur sem þýðir að ef þú ferð inn á síðu Gestaherbergisins á Facebook og lækar þar við mynd af Marabou súkkulaði, og deilir, ertu sjálfkrafa komin í pott sem dregið verður úr einn heppinn einstaklingur og vinnur sá súkkulaði. Súkkulaði er gott, munið það.

Annars er Gestaherbergið á dagskrá á Trölla FM 103,7 og www.trolli.is

Fylgist með þættinum á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 – 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is