Vélsmiðja Grundarfjarðar hefur hafið innflutning á vönduðum sumarhúsum frá Póllandi á verði sem vart hefur sést hér á landi.
Sumarhúsin eru 57 fermetrar að stærð og afhendast fullbúin til búsetu með hita í gólfum, varmadælu, þvottavél, eldavél, sjónvarpi, uppþvottavél, húsgögnum, rúmfötum og öllu því helsta sem þarf til að hafa það huggulegt.
Það þarf bara að hífa þau niður á steypta klossa, tengja þau niðurfalli, vatni og rafmagni. Síðan er alltaf hægt að færa þau síðar meir.







Fyrsta húsið er að koma til landsins og verður til sýnis að Smiðjuvegi 36. Kópavogi 29. og 30. júní frá kl. 13:00 – 18:00.
Verð á fullbúnu sumarhúsi er 25 milljónir með vsk.
Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta haft samband við Þórð Magnússon í síma 898 5463 eða sendið tölvupóst á vegr@vegr.is.
Vélsmiðja Grundarfjarðar er einnig með iðnaðarhús í smíðum á Sauðárkróki.
Sjá bækling: HÉR
Heimasíða framleiðandans: Holiday Homes and Mobile Homes. Year-round houses – Letniskowo