Í dag mánudaginn 9. nóvember er 1 í einangrun með Covid-19 á Siglufirði, en enginn í sóttkví. Enginn er í einangrun eða sóttkví í Ólafsfirði

Í Dalvíkurbyggð eru 25 með Covid-19 og 17 manns í sóttkví.

Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út lista fyrir skömmu varðandi fjölda í sóttkví og einangrun í umdæminu.

Alls eru 116 manns smitaðir af Covid-19 á Norðurlandi eystra og 188 í sóttkví.

Á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir.
“Það greindust 5 smit á okkar svæði yfir helgina og þar af var einn utan sóttkvíar, það voru 6 inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Það hafði fækkað í sóttkví en sú tala fór aftur upp eftir að smit kom upp sem tengdist leikskóla á Akureyri.
Það er ljóst að við höfum ekki séð þessa tölu yfir þá sem er í einangrun svona háa áður en það eru einhverjir að fara úr einangrun í dag og kemur það með töflunni á morgun. Það er jákvætt að það eru færri að greinast núna undanfarna daga en vikuna á undan.
Þetta snýst um að halda þetta út. Ekki dæma, heldur hjálpast að.
Persónulegt hreinlæti er eitt af því allra mikilvægast”.

Á Norðurlandi vestra eru 6 manns í einangrun og 8 í sóttkví.