Miklar kröfur eru gerðar til þjálfunar slökkviliðsmanna.

Dagana 23. – 25. september sl. voru haldin verkleg námskeið á Hvammstanga fyrir slökkviliðsmenn sem lokið höfðu bóklegum námskeiðum 1 og 2 fyrir hlutastarfandi.

Brunamálaskólinn sem rekinn er af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, stóð fyrir námskeiðunum.

Leiðbeinendur  voru frá Brunavörnum Árnessýslu og var æft og kennt m.a. í Slökkvistöðinni á Hvammstanga, Félagsheimilinu Hvammstanga, á hafnarsvæðinu á Hvammstanga, við Sláturhús KVH og í yfirtendrunargámi á Blönduósi.

Námskeiðin voru haldin sameiginlega fyrir slökkviliðin á Norðurlandi vestra og komu nemendur frá Sauðárkróki og Skagaströnd auk Hvammstanga. Þátttakendur voru 16 talsins.