Hin einstaka Vetrarhátíð við Mývatn hefst föstudaginn 1. mars. Hátíðin er einn skemmtilegasti vetrarviðburður landsins þar sem keppt er í hefðbundnum og mjög svo óhefðbundnum íþróttum í stórbrotinni náttúru Þingeyjarsveitar.

Á Vetrarhátíð gefst gestum tækifæri til að njóta útivistar, fylgjast með stórskemmtilegum keppnum, skoða náttúruundur og upplifa eitthvað nýtt.

Helstu viðburðir Vetrarhátíðar:
Mývatn Open, reiðkeppni á ísilögðu Mývatni.
Sleðahundakeppni Íslands á ísilögðu Mývatni.
Snow Cross í Kröflu.
Mývatnssleðinn. Keppt á heimagerðum sleðum á ísilögðu Mývatni.
Lærðu að dorga með heimamönnum.
Tónleikar með Birki Blæ í Þorgeirskirkju

Vetrarhátíðin er hátíð Þingeyjarsveitar og dreifist um allt sveitarfélagið. Hún hefur aldrei verið veigameiri og hátt í 50 viðburðir á dagskrá að þessu sinni. Gestir eru hvattir til að taka skíðin með enda er Þingeyjarsveit sannkölluð skíðaparadís.

Sjá nánar dagskrá: HÉR

Myndir/aðsendar