Tekið var fyrir erindi frá Hoppland þar sem óskað er eftir að fá að staðsetja dýfingarpalla og stökkpalla við bryggjuna í Ólafsfirði helgina 27-28 júlí á á 144. fundi hafnastjórnar Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að settur verði dýfingarpallur/stökkpallur við bryggjuna í Ólafsfirði en ítrekar að fyllsta öryggis verði gætt við notkun þeirra. Staðsetning verði í samráði við yfirhafnarvörð.

Mynd/af facebooksíðu Hopplands.