Fyrr í vetur var vetrarþjónusta á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð boðin út til 1. maí 2027 og fór útboðið fram á evrópska efnahagssvæðinu.

Vinnuvélar Símonar ehf. voru lægstbjóðendur vetrarþjónustu á Sauðárkróki með tilboð sem hljóðaði upp á 94% af kostnaðaráætlun og einnig á Hofsósi með tilboð sem hljóðaði upp á 113% af kostnaðaráætlun. Var í kjölfarið skrifað undir samning við fyrirtækið um vetrarþjónustu á þessum stöðum.

Í Varmahlíð voru tilboð tveggja fyrirtækja jafn há, eða upp á 119% af kostnaðaráætlun. Í ljósi þess þurfti að beita hlutkesti við val á tilboði. Niðurstaða hlutkestisins var sú að Víðimelsbræður ehf. urðu fyrir valinu og fengu verkefnið. Var í kjölfarið skrifað undir samning við fyrirtækið um vetrarþjónustu í Varmahlíð.

Markmið vetrarþjónustunnar er að tryggja að tilgreindar götur, gangstéttir og plön séu fær umferð gangandi og akandi vegfarenda og séu sem mest hálkulausar eftir hverja hreinsun.

Nánari upplýsingar um vetrarþjónustu í Skagafirði, snjómoksturssvæði og heimreiðamokstur má finna hér: https://www.skagafjordur.is/is/thjonusta/veitur-og-samgongur/snjomokstur