Vetrarstarf Siglufjarðarkirkju er að fara af stað. Það hefst með ljósamessu í dag sunnudag kl. 17.00. Fyrsta ljósamessa (kertamessa) vetrarins í Siglufjarðarkirkju, verður á rólegum nótum og við almennan söng og píanóundirleik. Hún verður að þessu sinni í umsjá Jónínu Ólafsdóttur prests í Dalvíkurprestakalli.

Barnastarfið hefst 6. október. Athygli skal vakin á, að um tvo fermingardaga verður að ræða næsta vor, annars vegar skírdag (9. apríl) og hins vegar hvítasunnudag (31. maí). Annað er nokkuð hefðbundið. Hér má nálgast dagskrána.

Heimild: Siglfirðingur.is