Það er alltaf nóg um að vera í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Sem fyrr eru viðburðir alla daga kl. 16.00. Svona lítur dagskráin út fram að næstu helgi.

Miðvikudagur 15. júlí – Sagt frá veru Steins Steinarrs á Siglufirði og lög flutt við hans ljóð.

Fimmtudagur 16. júlí – Fjallað um nokkur skáld úr Arnarfirði og sungin lög við þeirra ljóð.

Föstudagur 17. júlí – Flutt lög við ljóð ýmissa skáldkvenna.

Hægt er að fylgjast með dagskrá og viðburðum á facebook síðu setursins.