Á 74. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 2. september mættu fulltrúar frá AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun á fundinn og kynntu tillögur að viðbyggingu við íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.

Viðbyggingunni er ætlað að bæta aðgengi að íþróttahúsi, sundlaug og líkamsrækt.