Þjónustusvæði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar auglýsir eftir fötluðu fólki sem vill starfa í notendaráði fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu.

Starf notendaráðs er að gefa álit sitt á stefnumótun um málefni fatlaðs fólks Í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.

Þeim sem vilja taka þátt verður boðið upp á námskeið þar sem þátttakendur eru undirbúnir fyrir setu í notendaráði.  Á námskeiðinu verður farið yfir þætti er varða lög og reglur, mannréttindi, margbreytileika og þjónustu við fatlað fólk.

Umsóknarfrestur er til 20. september 2019.

Frekari upplýsingar veita:

Þórhalla Franklin Karlsdóttir, ráðgjafi hjá félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, netfang: tota@dalvikurbyggd.is.  Sími: 460-4900

Helga Helgadóttir, ráðgjafi hjá félagsþjónustu Fjallabyggðar, netfang; helgah@fjallabyggd.is. Sími: 464-9100

 

Mynd: Fjallabyggð