Fjallabyggð hefur undanfarin ár boðið upp á heimsendar máltíðir á virkum dögum til þeirra öryrkja og eldri borgara sem þess hafa óskað.

Heimsending á helgarmáltíðum hófust í október til þeirra sem eru með þessa þjónustu virka daga og hefur mælst vel fyrir.

Líkt og á virkum dögum eru máltíðir keyptar af HSN fyrir Siglufjörð og á dvalarheimilinu Hornbrekku fyrir Ólafsfjörð.

 

Mynd: pixabay