EINN EINN TVEIR dagurinn á Hvammstanga ER Í DAG, 10. febrúar.

Ákveðið hefur verið í samráði við viðbragðsaðila í Húnaþingi vestra að færa dagskrá 112 dagsins til sunnudagsins 10. febrúar, sem er í dag.

Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra að efna til hópaksturs um Hvammstanga. Allir fá að fara með í bílana meðan pláss leyfir og verður lagt af stað í hópaksturinn frá Húnabúð – slökkvistöð kl. 16:15.

Hópaksturinn endar svo við Húnabúð, þar sem hægt verður að skoða búnað, tæki o.fl. og kynnast starfseminni.

Boðið verður upp á kaffi og kökur í tilefni dagsins.

 

Björgunarsveitin Húnar
Brunavarnir Húnaþings vestra
Hvammstangadeild RKÍ
Lögreglan á Norðurlandi vestra
Sjúkraflutningar HVE