Fasteignamiðlun kynnir: Videoval, verslun og húsnæði. Fallegt tveggja hæða hús að Túngötu 11 á Siglufirði. Eignin er 77,5 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands og samanstendur af opnu rými, eldhúsi, tveimur baðherbergjum, geymslu ásamt lager. Flott atvinnutækifæri fyrir hvern sem er. 

Bókið skoðun á eigninni og fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Arndísi Erlu í síma 690-7282 eða arndis@fasteignamidlun.is

Sjá myndir: HÉR

Um er að ræða verslun sem selur sælgæti, ís, gos, samlokur, tóbak og dýrafóður. Ýmis tæki fylgja með kaupunum s.s. kælir, frystir, grillofn(Turbo chef), læstur skápur, hillur, búðarborð, sjóðsvél, borð og stólar. Gengið er inn í verslunina frá Túngötu og baka til inn á lager. Í sameign er gengið inn að norðanverðu. 

Húsnæðið að Túngötu skiptist í:
Opiðrými/verslunarrými: Gengið er inn í verslunina frá götu. Dúkur er á gólfi. Stórir gluggar snúa einnig út að götu. Stærðar rými sem býður upp á marga möguleika. 
Eldhús: vel útbúið eldhús er í eigninni með góðu skápaplássi, vaski og grillofni(Turbo chef). Dúkur er á gólfi. 
Baðherbergi: baðherbergi með klósetti og vaski er í verslun. Einnig er starfsmannaklósett staðsett inn á lager með klósetti og vaski. Dúkur er á gólfi. 
Lagerrými: Gott hillupláss er í lagerrými. 
Geymsla: Sameiginleg geymsla er með efri hæð. 

Vörulager verslunarinnar er breytilegur.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.