Úrslitakvöld Eurovision í Basel er í kvöld, laugardaginn 17. maí og hefst kl. 19:00.

Án efa er stór hluti Íslendinga spenntur fyrir kvöldinu enda er mikið lagt í keppnina hjá Svisslendingum.

Framlag Íslands komst áfram og hinir eldhressu VÆB bræður, þeir Hálfdán og Matthías Davíð Matthíassynir verða tíundu á svið í úrslitum Eurovision í kvöld með lagið sitt Róa

Í þættinum Miðvikunni á FM Trölla tók Andri Hrannar Einarsson viðtal við föður þeirra VÆB bræðra, Matthías V. Baldursson. Það er augljóst að drengirnir hafa hressleikann ekki langt að sækja og er virkilega gaman að hlusta á pabba VÆB í viðtalinu sem hægt er að nálgast hér að neðan.

Viðtal:

Trölli.is sendir VÆB bræðrum og fylgdarliði hlýja strauma – Áfram Ísland 🇮🇸

Foreldrar VÆB bræðra, þau Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías V. Baldursson

Hér má sjá röð laganna sem taka þátt í kvöld

1. Noregur | Kyle Alessandro – Lighter

2. Lúxemborg | Laura Thorn – La Poupée Monte Le Son

3. Eistland | Tommy Cash – Espresso Macchiato

4. Ísrael | Yuval Raphael – New Day Will Rise

5. Litháen | Katarsis – Tavo Akys

6. Spánn | Melody – ESA DIVA

7. Úkraína | Ziferblat – Bird of Pray

8. Bretland | Remember Monday – What The Hell Just Happened?

9. Austurríki | JJ – Wasted Love

10. Ísland | VÆB – RÓA

11. Lettland | Tautumeitas – Bur Man Laimi

12. Holland | Claude – C’est La Vie

13. Finnland | Erika Vikman – ICH KOMME

14. Ítalía | Lucio Corsi | Volevo Essere Un Duro

15. Pólland | Justyna Steczkowska – GAJA

16. Þýskaland | Abor & Tynna – Baller

17. Grikkland | Klavdia – Asteromáta

18. Armenía | PARG – SURVIVOR

19. Sviss | Zoë Më – Voyage

20. Malta | Miriana Conte – SERVING

21. Portúal | NAPA – Deslocado

22. Danmörk | Sissal – Hallucination

23. Svíþjóð | KAJ – Bara Bada Bastu

24. Frakkland | Louane – maman

25. San Marínó | Gabry Ponte – Tutta L’Italia

26. Albanía | Shkodra Elektronike – Zjerm

Myndir/aðsendar