Tilkynning:
Nýtt ár, ný tónlist! 

Árið 1973 spurði Bowie hvort það væri líf á plánetunni Mars og Elon Musk hyggst víst flytja þangað en við hér heima á Íslandi gætum kannski spurt okkur hvort það verði mögulega líft í mars eftir að svartasta skammdeginu líkur. 

Nýjasti söngull Teits (sá þriðji af væntanlegri breiðskífu) er óður til: glam-rokksins, líðandi stundar og hækkandi sólar.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag milli kl. 13 og 15.

Teitur Magnússon: lag & texti, söngur, kassagítar, slagverk & útsetning.
Skarphéðinn Bergþóruson: texti.
Daníel Friðrik Böðvarsson: rafgítar, rafbassi, hljóðgervlar, upptökustjórn, forhljóðblöndun & útsetning. 
Styrmir Hauksson: hljóðblöndun. Magnús Trygvason Eliassen: trommur.
Tumi Árnason: saxófónn.
Þorleifur Gaukur Davíðsson: sleðagítar & munnharpa.
Bryndís Jakobsdóttir: bakraddir.
Steingrímur Teague: píanó. 
Glenn Schick: hljómjöfnun.

Umslagsmynd: Jón Sæmundur.