Lögð fram umsókn á 279. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, þar sem L-7 ehf. og FMS hf. sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á húsnæði Fiskmarkaðs Siglufjarðar á Hafnarbryggju.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að sótt verði um stækkun lóðar þar sem viðbyggingin nær út fyrir gildandi lóðarmörk.