Lögð fram tillaga að breytingum og uppfærslum á reglum Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu á 157. fundi félagsmálanefndar Fjallabyggðar.
Helstu breytingar varða ítarlegri skilgreiningu á tekjumörkum umsækjenda og að umsóknum um heimilisþrif skuli hafnað séu umsækjendur yfir tekjumörkum sem tilgreind eru, eða njóta ekki annars stuðnings samkvæmt reglunum.