Undanfarin ár hafa oft skapast umræður um lyktina sem berst frá frá starfsemi Norlandia í Ólafsfirði og sitt sýnist hverjum um það mál.

Heilbrigðiseftirlitið heldur utan um skynmat á Ólafsfirði um þessar mundir sem gengur út á að meta og skrá skipulega, annars vegar styrkleika lyktar og hins vegar skynjun lyktarinnar. Athugunarstaðir eru sunnan við hafnarsvæðið, þar sem finna má megin lyktaruppsprettur.

Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar og við yfirferð á gögnum fyrstu 12 daganna , þá er niðurstaðan eftirfarandi: Ekki var teljandi lykt í 9 daga,  dauf lykt í 2 daga og sterk lykt einn daginn.  Skynjunin var að í 2 daga var hún líkast harðfisks/keim af reyk og 1 dag óþægileg reykjarlykt.

Trölli.is hefur birt nokkrar fréttir um gang mála vegna þessa “lyktarmáls” eins og sjá má hér að neðan. Þar á meðal gert óformlega könnun á fréttasíðunni um lyktina.

Ásgeir Logi Ásgeirsson, eigandi Norlandia sagði í viðtal á RUV að álit íbúa skipta máli en hann gefur að öðru leyti lítið fyrir könnunina. „Ég held að sé með þessa könnun eins og svo margt annað á netinu, þetta er svona, ja bara því miður, get ekki tekið hana alvarlega”.

Sjá fréttir:
HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ SVARAR SPURNINGUM UM ÓLYKTINA Í ÓLAFSFIRÐI
ENN ER KVARTAÐ YFIR ÓLYKT FRÁ NORLANDIA Í ÓLAFSFIRÐI
LYKTIN Í ÓLAFSFIRÐI
ER ÓLYKT Í ÓLAFSFIRÐI ?
NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR TRÖLLA UM LYKT Í ÓLAFSFIRÐI