Lagt er fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar á 802. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir heimild, í samráði við bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, að leita leiða til þess að koma gömlum slökkvibifreiðum til varanlegrar geymslu á safni þar sem hægt er að koma sögu slökkviliðsins á framfæri.

Bæjarráð samþykkti og veitir Slökkviliði Fjallabyggðar heimild til ráðstafa eldri bifreiðum slökkviliðsins í samræmi við tillögur sem koma fram í minnisblaðinu.

Sjá vinnuskjal og upplýsingar um bifreiðarnar: Hér

Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar