Lagt fram erindi Fjallasala ses. á 561. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Ólafsfirði verði flutt úr bókasafninu í Pálshús.
Áætlað er að hafa safnið opið allt árið um kring, einnig um helgar þannig að þjónusta upplýsingamiðstöðvar yrði aukin auk þess sem staðsetning Pálshúss er talin heppilegri en sú sem fyrir er.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa um hugsanlega kosti og galla þess að flytja upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn úr bókasafninu í Pálshús.