Í reglugerð heilbrigðisráðherra og embætti landlæknis um takmörkun á samkomum vegna farsóttar í maí kemur fram að heimilt er að bjóða upp á skipulagðar sundæfingar fyrir fullorðna með fjöldatakmörkun upp á sjö einstaklinga í einu.
Af þessu tilefni er Húnaþing vestra að kanna hvort áhugi er fyrir sundæfingum út maí mánuð í sundlauginni á Hvammstanga.
Æfingatímar verða 2-4 sinnum í viku með þjálfara. Æfingar verða sniðnar eftir getu og áhuga einstaklinganna. Einstaklingar skuldbinda sig út mánuðinn og borga fyrir allt tímabilið.
Æfingatíminn og kostnaður fer eftir þátttöku.
Áhugasamir hafi samband við Tönju 858-1532 eða sendi tölvupóst á tanja@hunathing.is fyrir miðvikudaginn 6.maí
Mynd/Húnaþing vestra