Síðan um miðjan vetur hafa vínilvinir hist mánaðarlega hjá Þórarni Hannessyni í Ljóðasetrinu til að hlusta á LP plötur, spjalla um tónlist og drekka kaffi.
Þetta hafa verið hinar bestu samkomur að mati þátttakanda sem allir eru, með einni undantekningu, á langbesta aldri og flestir lifað og hrærst í tónlistinni í áratugi, eða eins og Kalli Guðmunds orðaði það eftir síðasta fundinn “þessir gestir eru með þekkingu á við þrjú elliheimili”.
Síðasti fundurinn þetta vorið var einmitt haldinn heima hjá Kalla og þar er ekki í kot vísað með græjurnar. Sérmagnari fyrir vínil o.s. frv. Allt í fullri alvöru þar.
Nú er hópurinn kominn í stutt sumarfrí og svo verður þráðurinn tekinn upp að nýju strax og haustar.
Texti og myndir: Björn Valdimarsson
Björn heldur úti heimasíðu með ljósmyndum sínum sem vert er að skoða. Sjá hér